Kvenfélag Laugdæla gefur til heilsugæslu Laugaráss

Gjafaafh Laugarási 28 03 14Þann 28. mars sl. afhenti Kvenfélag Laugdæla heilsugæslu Laugaráss 100 þúsund kr. gjöf – sem var ágóði af bingósölu.
Það má einnig geta þess að á síðasta ári gáfu kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Laugdæla einnig 100 þúsund krónur til fæðingardeildar HSu á Selfossi.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er afar þakklát fyrir höfðinglega gjöf frá kvenfélaginu. Ómetanlegt er að finna þann hlýhug sem gjöfinni fylgir og styrkur fyrir starfsmenn í sínum störfum.