Fulltrúar frá Kvenfélaginu í Hveragerði heimsóttu heilsugæsluna í Hveragerði í febrúar sl. og færðu stofnuninni peningaupphæð að gjöf.
Upphæðin var notuð til að kaupa mjaltavél sem verður lánuð mæðrum sem eiga í erfiðleikum með brjóstagjöf. Það hefur lengi verið þörf fyrir slíka mjaltavél á heilsugæslunni, svo hægt sé að styðja betur við þær mæður sem vilja gjarnan hafa börn sín á brjósti.
Peningagjöfin kom sér afar vel og er kvenfélagskonum færðar innilegar þakkir fyrir rausnarskapinn.