Kvenfélag Hvammshrepps gefur til HSU í Vík

Helga Þorbergsd. ásamt konum frá Kvenfélagi Hvammshrepps.

Á dögunum færðu konur frá Kvenfélagi Hvammshrepps, heilsugæslustöðinni í Vík, góðar gjafir. Um er að ræða ungbarnavog, augn- og eyrnaskoðunartæki með auka eyrnaskoðunarhaus og leikföng á biðstofu stöðvarinnar. Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri veitti gjöfunum viðtöku og nefndi þá meðal annars að kraftur og áhugi íbúanna á starfsemi stöðvarinnar væri ómetanlegur og t.d. væru flest lækningatæki stöðvarinnar til komin vegna gjafa frá heimamönnum.

Kvenfélag Hvammshrepps hefur í gegnum tíðina verið sterkur bakhjarl HSU í Vík og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir allan stuðninginn.