Kvenfélag Hrunamannahrepps gefur Ljósheimum

Á 25 ára afmæli deildarinnar færði Kvenfélag Hrunamannahrepps deildinni að gjöf leðurklæddan og rafstýrðan hægindastól. Það var formaður kvenfélagsins Anna Ásmundsdóttir sem afhenti gjöfina en einnig var viðstödd Arnfríður Jóhannsdóttir sem situr í stjórn kvenfélagsins. Verðmæti gjafarinnar er um 143 þúsund krónur.


Það var svo Svava Pálsdóttir, frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi sem vígði stólinn en hún er vistmaður á deildinni. Anna María Snorradóttir,  framkvæmdastjóri hjúkrunar og Ásta Oddleifsdóttir, aðstoðardeildarstjóri veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu gefendum.