Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps gefur HSu tvö sjónvarpstæki

Formaður Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps, Margrét Jónsdóttir, Elín Höskuldsdóttir, gjaldkeri , ásamt Stefaníu Geirsdóttur – færðu sjúkradeild stofnunarinnar tvö sjónvarpstæki að gjöf.

Félagið óskar þess að þessi tæki verði sjúklingum til ánægju og aukinna þæginda.

Framkvæmdastjórn HSu og hjúkrunardeildarstjóri hand- og lyflækningadeildar, veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu gefendum góða gjöf og hlýhug í garð stofnunarinnar. Einungis tvö ár eru liðin frá því kvenfélagið gaf góða gjöf á rannsóknastofu HSu.

Árlega berast gjafir til stofnunarinnar frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum og eru þessi gjafaframlög ómetanlegur stuðningur.