Kvenfélag Biskupstungna gefur eyrnaþrýstingsmæli

Frá vinstri: Bryndís Malmo Bjarnadóttir,  Svava Theódórsdóttir formaður, Anna Ipsen hjúkrunarstjóri, Esther Óskarsdóttir skrifstofustjóri HSu og Oddný Jósefsdóttir.

Frá vinstri: Bryndís Malmo Bjarnadóttir,
Svava Theódórsdóttir formaður, Anna Ipsen hjúkrunarstjóri, Esther Óskarsdóttir skrifstofustjóri HSu og Oddný Jósefsdóttir.

Kvenfélag Biskupstungna færði þann 5. apríl. s.l., heilsugæslunni í Laugarási, nýjan eyrnaþrýstingsmæli að verðmæti 715.474.

Tækið kemur í stað eldra tækis, sem komin var tími á að endurnýja.  Gaman er að geta þess að sama félag gaf það tæki fyrir um 20 árum og gefur nú einnig nýja tækið.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er afar þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem gjöfinni fylgir. Þetta er mikil hvatning og styrkur fyrir starfsmenn í sínum störfum.

 

Eyrnaþrýstingsmælirinn

Nýji eyrnaþrýstingsmælirinn

 

Anna Ipsen með nýja tækið

Anna Ipsen með nýja tækið