Kveðjuhóf fyrir starfsmenn

Þriðjudaginn 14.okt. var haldið kveðjuhóf á stofnuninni fyrir
3 starfsmenn sem hætt hafa störfum vegna aldurs. Um er að ræða 3 konur sem allar eru fæddar árið 1941 og urðu því 67 ára á árinu.

Unnur Kristinsdóttir – hóf störf við stofnunina 1. febr. 1981 og var með
rúmlega 27 ára starfsaldur þegar hún hætti. Byrjaði fyrst í þvottahúsinu en var svo starfsmaður á Ljósheimum.

Jenný Marelsdóttir –  hóf störf við stofnunina 21. maí 1986 og hafði
unnið rúmlega 22 ár þegar hún hætti störfum.
Starfaði við umönnun á sjúkradeild og síðar  í býtibúri.


Sigríður Sigurðardóttir  – hóf störf hjá okkur 27. maí árið 2000 í mötuneyti
stofnunarinnar og hafði unnið hjá okkur í rúml. 8 ár  þegar hún hætti störfum í sept.
Hún hafði hins vegar unnið hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík
frá jan. 1980 og hefur því 28 ára starfsaldur á heilbrigðisstofnun.