Kveðja frá fráfarandi forstjóra HSU

Elskulega samstarfsfólk.

Ég vil færa ykkur hugheilar þakkir fyrir gefandi, faglegt og skemmtilegt samstarf í þau 5 ár sem ég hef verið í embætti forstjóra hjá HSU. Ég kveð ykkur á þessum vettvangi með gleði og stolti í huga. Ég er glöð yfir jákvæðu og uppbyggilegu samstarfi með ykkur og þeim góðu samskiptum sem ég hef notið frá ykkur. Ég er stolt af fagmennsku, ósérhlífni og þrautseigju sem við höfum ástundað í daglegum verkefnum. Það hefur verið eftir því tekið hvernig við höfum saman tekist á við stöðugar áskoranir í annasamasta umdæmi landsins. Mér hefur verið sönn ánægja að leiða frábæran samstarfshóp til góðra verka og deila með ykkur sameiginlegri sýn á umbætur og nýsköpun. Við höfum náð áþreifanlegum árangri á öllum vígstöðvum. Áfram blasa við stór verkefni sem jafnframt fela í sér mikil tækifæri fyrir HSU.

 

Ég kveð ykkur með hlýju í hjarta og óska ykkur hverju og einu velgengni til framtíðar.

Herdís Gunnarsdóttir