Kristjana Stefánsdóttir söng fyrir sjúklinga

Föstudaginn 21.des.sl. kom Kristjana Stefánsdóttir með tríó sitt og skemmti sjúklingum og starfsfólki sjúkrahússins.Kristjana söng lög af geisladisk sínum auk jólalaga. Hún gat þess sérstaklega að það var Vignir Stefánsson, píanóleikari sem átti hugmyndina af heimsókninni en auk hans eru í tríóinu þeir Gunnar Jónsson sem leikur á trommur og Smári Kristjánsson á bassa. Allir skemmtu sér hið besta og eru þakklátir listamönnunum fyrir heimsóknina og haft var á orði að þeir hefðu komist í rétta jólaskapið með þessari heimsókn. Vonandi koma þau aftur í heimsókn um næstu jól.