Krabbameinsfélag Árnessýslu gefur HSu

Nýlega afhenti Krabbameinsfélag Árnessýslu heilbrigðisstofnuninni peningagjöf að upphæð kr. 700.000 sem framlag félagsmanna vegna kaupa á nýju sónartæki fyrir stofnunina. Forstjóri HSu Magnús Skúlason og Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri veittu gjöfinni viðtöku en fulltrúar félagsins voru þær Rannveig Árnadóttir og Ingibjörg Jóhannesdóttir