Kórónaveiran 2019-nCoV – Novel coronavirus 2019-nCoV

Staðan á Íslandi og opinber viðbrögð

 

Opinber viðbrögð á Íslandi miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga.

  • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir.
  • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út.
  • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru.
  • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi.
  • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla.
  • Heilbrigðisstofnanir hafa verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir.
  • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til huga vel að sýkingavörnum Opnast í nýjum glugga.
  • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi.

Sóttvarnalæknir birtir nýjar og mikilvægar upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis eins og þurfa þykir.

Hvað vitum við um kórónaveiruna 2019-nCoV?

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Sennilega er veiran upprunin í dýrum en hefur nú öðlast hæfileika til að sýkja menn. Staðfest er að veiran getur smitast manna á milli en óljóst er hversu smitandi hún er. Ekki er vitað hversu hátt hlutfall smitaðra fær alvarlega sýkingu eða hvaða dýr er upphaflegur hýsill veirunnar. Nánar

 

Allar nánari upplýsingar um kórónaveiruna er að finna á vef landlæknisefmbættis

English – Novel Coronavirus 2019-nCoV

Ráðleggingar til ferðamanna

Ráðleggingar til heilbrigðisstarfsmanna