Í gær fór fram á HSu Selfossi formleg afhending gjafa frá tveimur kvenfélögum á Suðurlandi.
Annars vegar gjöf Kvenfélagi Selfoss á hjartastuðtæki „Samaritan AED m/EKG skjá“ fyrir hand- og lyflækningadeildina, að verðmæti kr. 210 þúsund – ásamt barnahúsgögnum og leikföngum fyrir heilsugæslustöðina á Selfossi, að verðmæti kr. 100 þúsund og hins vegar gjöf
frá Kvenfélagi Biskupstungna, Medela Symphony brjóstadæla og hjólastell fyrir fæðingadeildina, að verðmæti kr. 226 þúsund.
Afhending fór fram í matsal stofnunarinnar þar sem framkvæmdastjóri bauð alla velkomna og
sagði frá starfseminni og nýbyggingarmálum, og kvenfélagskonum sýndar myndir af nýbyggingunni. Einnig fór hann yfir
verkplan byggingarinnar.
Ágúst Örn Sverrisson, yfirlæknir sjúkrasviðs lýsti notkun hjartastuðtækisins og Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir sagði frá notkun brjóstadælunnar og hve nauðsynlegt væri fyrir fæðingadeildina, að eiga svona tæki.
Þá sýndi Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, heilsugæslu Selfoss, kvenfélagskonum leikföng, húsgögn og myndir sem komið hefur verið fyrir á heilsugæslustöðinni ogsagði hún að mikil ánægja væri hjá börnunum með þetta. Í lokin var boðið upp á kaffi og meðlæti og rætt um starfsemi stofnunarinnar.
Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri afhenti fulltrúum félaganna þakkarbréf og kom fram í máli hennar að gjafir þessar kæmi sér afar vel fyrir starfsemi stofnunarinnar og þær auki gæði þjónustunnar við skjólstæðinga. Stjórn og starfsfólk HSu er afar þakklát fyrir að eiga slíka stuðningsaðila og ómetanlegur er sá hlýhugur sem gjöfunum fylgir en þann hug hafa konur á Suðurlandi sýnt og sannað í gegnum tíðina.