Læknanemi

 

Læknanemar á sínu 6. og síðasta námsári fara í verklega kynningu á heilsugæslunni á hverju hausti. Heilsugæslan á Selfossi hefur um árabil tekið á móti þessum nemum, yfirleitt koma uþb 8 nemar á hverju hausti en ekki nema einn í einu. Nemarnir fylgja eftir sérfræðingi í heimilislækningum eða eftir atvikum öðrum starfsmönnum stöðvarinnar og fylgja þar eftir fyrir fram útbúnu prógrammi sem þeir fá í upphafi vikudvalar sinnar. Læknanemar eru ekki sjálfir með móttöku á þessum tíma en reynt er þó að koma því við að þeir ræði sjálfir við sjúklinga og skoði þá undir handleiðslu lækna stöðvarinnar.