Læknakandidat

 

Kandidatsnám er verknám nýútskrifaðs læknis og er skilyrði þess að geta hlotið almennt lækningaleyfi. Heilsugæsluhluti námsins er 4 mánuðir en í heildina er þetta 12 mánaða námstími. Við heilsugæsluna á Selfossi hefur um árabil verið einn læknakandidat hverju sinni, og stundum tveir. Læknakandidatar hafa einnig verið í Vestmannaeyjum. Læknakandidatar eru með móttöku sjúklinga og taka þátt í vaktstörfum lækna en eru allan tímann með sérfræðing í heimilislækningum á bakvið sig, bæði í dagvinnu og á vöktum. Læknakandidatar fá kennslu og taka þátt í fræðsluprógrammi og tilfellafundum. Þeir hafa mentor (handleiðara) sem gerir frammistöðumat, fer yfir færslur í sjúkraskrá og framkvæmir myndbandsgátun.  Í lok tímabilsins er skrifuð umsögn.  Nánar er kveðið á um starfsnám til almenns lækningaleyfis í 4 gr. eftirfarandi reglugerðar Stjórnartíðindi .