Kennsla

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er kennslustofnun og tekur þátt í þjálfun og starfsnámi lækna á ýmsum stigum og hefur þetta aðallega farið fram á heilsugæslunni Selfossi, en einnig á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Kennslustjóri er Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir við heilsugæsluna á Selfossi og aðjúnkt í heimilislæknisfræði við HÍ og Gunnar Þór Geirsson yfirlæknir heilsugæslunni Vestmannaeyjum, en hann hefur umsjón með námi og þjálfun lækna þar.  Þeir sem sinna kennslunni eru allir starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, sem eru 7 talsins á Selfossi og 2 í Vestmannaeyjum. Þessir læknar sækja sérstök námskeið sem ætluð eru þeim sem hafa umsjón með starfsþjálfun sérnámslækna. Aðrir starfsmenn stöðvanna taka einnig þátt í þjálfuninni/kennslunni.

 

Varðandi skilyrði og frekari skilgreiningar á starfsnámi kandidata og sérnámslækna skal bent á „reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi“.

Stjórnartíðindi Í reglugerðinni (sem er frá apríl 2015) er einnig minnst á skyldur og skilyrði sem hver heilbrigðisstofnun þarf að uppfylla til þess að teljast hæf til að sinna starfsþjálfun kandidata og sérnámslækna.

 

 

 

Þá fer fram við stofnunina kennsla hjúkrunarnema, bæði á heilsugæslunni og á sjúkradeild. Ein námsstaða við heilsugæsluhjúkrun er við heilsugæsluna á Selfossi.  Við stofnunina eru einnig ljósmæðranemar í starfsþjálfun undir leiðsögn ljósmæðra. Sjúkraliðanemar fá við stofnunina starfsþjálfun og loks má nefna sjúkraflutningana en þar eru af og til nemar í þjálfun.