Kaupmannafélag Suðurlands gefur á hjúkrunardeildir HSu

Þann 8. jan. 2008 var Vinafélagi Ljósheima og Fossheima afhent peningagjöf kr. 424.134.- frá Kaupmannafélagi Suðurlands. Félagið var stofnað af starfandi kaupmönnum á svæðinu um áramótin ’86 og var starfandi til ársins 1998. Það var síðan ákvörðun stjórnar að gefa vinafélaginu alla sjóðsupphæð félagsins. Afhending fór fram á heimili formanns Gunnars B. Guðmundssonar þar sem eiginkona hans Helga Jónsdóttir reiddi fram glæsilegt kaffihlaðborð.