Karlmenn og krabbamein – fundur í kvöld

Óskar S. Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSu verður einn af fyrirlesurunum í kvöld.

Óskar S. Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSu verður einn af fyrirlesurunum í kvöld.

Krabbameinsfélag Árnessýslu og Kiwanisklúbburinn Búrfell boða alla karlmenn 40 og eldri í Árnessýslu á fræðslu- og kynningarfund, sem haldinn verður á Hótel Selfossi  í kvöld, miðvikudaginn 20. mars kl 20:00.

Fyrirlesarar verða Óskar Reykdalsson yfirlæknir HSu og Eiríkur Orri Guðmundsson þvagfæraskurðlæknir frá LH. Fjallað verður um krabbamein í blöðruhálskirtli út frá mismunandi sjónarhornum.  E.t.v. kemur framsaga frá sjúklingi, að loknum erindum verða fyrirspurnir til læknanna.