Samvinna skilar árangri við erfiðar aðstæður

Herdís Gunnardóttir, forstjóri HSU

Kæra samstafsfólk

Mig langar til að færa ykkur öllum sem með einum eða öðrum hætti komuð að aðgerðurm vegna virkjunar hópslysaáætlunar HSU s.l. fimmtudag vegna rútuslyssins við Hof í Öræfum.

 

Í stuttum máli sagt gekk öll aðgerðastjórnun mjög vel og heildarstjórnun okkar fólks.  Allt gekk hratt og fumlaust fyrir sig bæði í aðgerðarstjórn almannavarna á Selfossi, í viðbragðsstjórn, eða í hvaða hlutverki sem hvert og eitt okkar tók að sér í vettvangahjálp, stjórnun ýmis konar á vettvangi, undirbúningi í móttöku slasaðra, greiningu, aðstoð og meðferð hinna slösuðu.

 

Ég er stolt af því að vinna með ykkur og fyrir ykkur og öll samhæfing gekk alveg til fyrirmyndar hjá okkur á fimmtudaginn.  Því vil ég ekki síst þakka trúmennsku ykkar og fúsleika til samvinnu á öllum sviðum, bæði innan HSU og svo með okkar samstarfsaðilum þegar upp koma erfið verkefni af þessu tagi. Yfirvegun og fagmennska einkenndi allt yfirbragð aðgerða hjá okkur. Því miður er það svo, vegna fyrri atburða, að við höfum öðlast reynslu á þessu sviði að takast á við stóra viðburði og alvarlega slys. Mikilvægt er þó að við séum ávallt vel í stakk búin að takast á við erfið og flókin verkefni þegar á hólminn er komið.

 

Eflaust er eitthvað sem hefði betur mátt fara og við munum fara yfir það og læra af því. Eins skortir bjargir og búnað nær fáförnum slysstöðum og má skoða það enn betur með stjórnvöldum. En í heildina var eftir því tekið hvað allt gekk vel.  Mig langar því líka að koma til ykkar hrósi sem ég hef tekið við fyrir okkar hönd frá utanaðkomandi aðilum og samstarfsaðilum í þessu verkefni. Að sama skapi þökkum við öllum okkar samstarfsaðilum í þessari umfangsmiklu aðgerð fyrir framúrskarandi samstarf.

 

Vel gert HSU!

 

Með bestu kveðju, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, HSU