Jón Ingi sýnir á HSu

Jón Ingi Sigurmundsson er með myndlistarsýningu í anddyri HSu á Selfossi. Jón Ingi er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka og hefur starfað sem kennari og kórstjóri á Selfossi í rúm 50 ár. Hann hefur haldið 35 einkasýningar, oftast á Suðurlandi en einnig annars staðar á landinu og í Danmörku. Myndirnar sem nú eru til sýnir eru frá síðustu árum og eru þær til sölu. Nánari upplýsingar má sjá á www.joningi.com