Þann 10. desember 2020 bauð Vinafélag Foss- og Ljósheima upp á glæsilegt jólahlaðborð fyrir heimilisfólk á Foss- og Ljósheimum.
Veislan tókst sérlega vel og var gríðarlega mikil ánægja með þessa tilbreytingu í aðdraganda jóla. Heimilisfólk deildanna hefur þurft eins og fjölmargir aðrir að þola lokanir og takmarkanir í Covid faraldrinum og því lítið verið um utanaðkomandi heimsóknir ástvina eða skemmtilegar uppákomur eins og hefðbundið væri á þessum árstíma.
Vinafélaginu eru færðar hugheilar þakkir fyrir framtakið.