JÁ verk innréttar 1. hæð og kjallara nýbyggingarinnar

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hefur tekið tilboði JÁ – verks í framkvæmdir við að innrétta 1. hæð og kjallara nýbyggingar HSu. Því er kominn á bindandi samningur á grundvelli útboðsgagna FSR og tilboðs JÁ – verks. Allt er tilbúið til að hefja framkvæmdir og er gert ráð fyrir að þær hefjist í byrjun maí. Áætluð verklok eru 15. febrúar 2010.