Inflúensutilfellum fjölgar

Nú hafa rúmlega 30 einstaklingar verið staðfestir með inflúensu A H1N1v hér landi. Enginn hefur verið alvarlega veikur og fáir fengið meðferð með veirulyfjum. Búast má við fleiri tilfellum á næstunni. 
Viðbúnaðarstig er óbreytt hér á landi þ.e. ekki er talin þörf á lokunum eða samkomubanni þar sem inflúensan er ekki talin vera það alvarlega að slíkt sé réttlætanlegt.