Inflúensutilfellin orðin 72

Núna í dag hafa greinst 72 einstaklingar með H1N1 inflúensuna.  Enginn er alvarlega veikur og sumir hafa fengið lyfjameðferð en aðrir ekki.


Töluverðar aukaverkanir hafa komið fram við notkun lyfjanna og því mælt með að eingöngu þeir sem veikastir eru taki lyfið.


Einnig hefur komið í ljós að ófrískar konur eru eitthvað viðkvæmari en þær eru ekki taldar vera í meiri áhættu en aðrir  en þó mælt með meðferð með lyfjum ef þær veikjast. Sjá a.ö.l. vef landlæknis: landlaeknir.is