Inflúensusjúklingar hringi en komi ekki á HSu

Þeim tilmælum er beint til fólks sem er með inflúensulík einkenni að hafa samband símleiðis við stofnunina og koma ekki á heilsugæsluna fyrr en haft hefur verið samband í síma 480 5100 og eftir kl. 18:00 í síma 480 5112.  Þetta er gert af tillitssemi við aðra skjólstæðinga sem ekki eru með inflúensueinkenni og bíða í anddyri eftir afgreiðslu.