Inflúensupistill 20. maí 2009

  • Heildarfjöldi greindra tilfella í heiminum er nú 10.215
  • Fréttir um aukinn fjölda innlendra tilfella eru að berast ekki eru merki um stærri innlenda faraldra.
  • Inflúensan virðist væg enn sem komið er.
  • Engin tilfelli hafa greinst hér á landi.
  • Haldinn verður fundur þ. 25.5 í Reykjavík með sóttvarnalæknum umdæma og svæða, og lögreglustjórum þar sem farið verður yfir viðbragsáætlanir og horft til framtíðar (sjá meðfylgjandi dagskrá).
  • Læknar eru áfram hvattir til að senda sýni til veirugreiningar frá einstaklingum með inflúensulík einkenni