Inflúensubólusetningar haustið 2008

Inflúensubólusetningar  verða 13. – 17. október 2008 á milli kl. 8:00 – 9:00 og 13:00 -14:00 á Heilsugæslustöð Selfoss.
Sóttvarnalæknir mælir með árlegri bólusetningu áhættuhópa sem eru meðal annars eftirfarandi:
– Allir einstaklingar eldri en 60 ára.
– Allir einstaklingar undir 60 ára sem þjást af langvinnum hjarta-,  lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. 


 

Ákveðið hefur verið að þessir hópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en  þeir þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöð. Á Selfossi þurfa þeir einstaklingar sem eru undir 60 ára aldri og telja sig tilheyra hópi skjólstæðinga með langvinna sjúkdóma að panta tíma hjá lækni til að fá bóluefnið frítt !


Einnig viljum við minna á bólusetningu gegn lungnabógu.
Einstaklingar sem eru bólusettir eru varðir í 10 ár nema þeir séu með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma þá eru þeir varðir í 5 ár.


F.h. heilsugæslustöðvar Selfoss
Hjúkrunarstjóri
Yfirlæknir