Mælt er með að barnshafandi konum sé boðin bólusetning gegn árlegri inflúensu og að þær séu hvattar til þess að þiggja hana.
– Barnshafandi konum er öðrum fremur hættara við alvarlegum veikindum ef þær sýkjast.
– Óvíst er hvort sýking eykur hættu á fósturláti.
– Nýburinn nýtur góðs af bólusetningunni fyrstu mánuði ævinnar.
Bólusetja má hvenær sem er á meðgöngu. Bjóða ætti bólusetningu öllum konum sem koma í mæðraskoðun á næstunni, óháð meðgöngulengd, og muna síðar í vetur að bólusetning er gagnleg þótt faraldur sé hafinn. Hafa ætti upp á konum sem ekki eru bólusettar nú þegar og eiga ekki tíma í mæðraskoðun alveg á næstunni, til þess að bjóða þeim bólusetningu.
Hér er hlekkur í dreifbréf landlæknis:
http://www.landlaeknir.is/Dreifibréf um bólusetningu gegn árlegri inflúensu 2013.pdf
Þar stendur m.a. að sóttvarnalæknir mælist til að þungaðar konur njóti forgangs við inflúensubólusetningar og fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu