Inflúensan og RS veiran – Toppnum líklega náð

influensa4vika13Í síðustu viku dró töluvert úr aukningu inflúensulíkra einkenna, samanborið við sl. þrjár vikur, sem bendir til þess að við séum að ná toppnum í útbreiðslu inflúensunnar, sjá meðfylgjandi mynd. Meðalaldur þeirra sem greindust með inflúensu í vetur var 36 ár, þar af 50 karlar og 46 konur.

 

Samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítalans var inflúensan staðfest hjá alls 26 einstaklingum í síðustu viku, þar af voru 16 með svínainflúensu A(H1), níu með inflúensu A(H3) og einn með inflúensu B. Hægt er að fylgjast með stöðunni  í öðrum löndum Evrópu á heimasíðu sóttvarnastofnunar Evrópu ECDC, sjá www.ecdc.europa.eu

 

Enn er töluvert um RS veiru greiningar skv.upplýsingum frá veirufræðideild Landspítalans. Alls voru 14 einstaklingar með staðfesta RS veirusýkingu í síðustu viku. Flestar greiningarnar eru gerðar hjá 0 – 2ja ára börnum, en síðastliðnar vikur hefur verið töluvert um RS veirusýkingar meðal eldri borgara. Í vikunni sem leið var RS veiran staðfest hjá tveimur einstaklingum yfir sextugt, sem er fækkun í þeim aldurshópi miðað við vikurnar á undan.

 

RS veiran veldur öndunarfærasýkingu, sem leggst aðallega þungt á börn. Helstu einkennin eru hiti, nefrennsli og hósti en hún getur einnig valdið öndunarörðugleikum hjá ungum börnum með asmalíkum einkennum og lungnabólgu. RS veiran kemur í faröldrum á veturna, en hann hefur verið nokkuð þungur sl. vikur.

 

Tafla. Helstu öndunarfæragreiningar á veirufræðideild Landspítala veturinn 2012 – 2013

Vika

RSV

Inflúensa A H1

Inflúensa A H3

Inflúensa A ótýpuð

Inflúensa B

Parainflúensa 3

42

0

0

1

0

1

0

43

0

0

0

0

0

0

44

1

0

0

0

0

2

45

4

0

0

0

0

1

46

3

0

0

0

0

1

47

7

0

1

0

0

0

48

3

0

0

0

0

0

49

8

0

0

0

0

2

50

7

1

0

0

0

2

51

8

0

0

0

0

0

52

8

2

1

1

1

0

1

13

4

7

1

0

3

2

18

11

9

1

0

1

3

15

10

17

0

0

1

4

14

16

9

0

1

0

Samtals

109

44

45

3

3

13