Inflúensan og RS veiran í rénun

Inflúensan og RS veiran í sjöttu viku 2013Fjöldi tilkynninga um inflúensulík einkenni fór hratt lækkandi í síðustu viku, sjá meðfylgjandi mynd. Inflúensan náði hámarki upp úr miðjum janúar (viku 3-5), en er nú greinilega í rénun. Inflúenusfaraldurinn var nokkuð fyrr á ferðinni í vetur borið saman við sl. tvo vetur en virðist að öllum líkindum svipaður faröldrum undanfarinna vetra.

 

Samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítalans var inflúensan staðfest hjá alls 11 einstaklingum í síðustu viku, þar af voru sex með svínainflúensu A(H1), fjórir með inflúensu A(H3) og einn með inflúensu B.

 

Hægt er að fylgjast með stöðunni  í öðrum löndum Evrópu á heimasíðu sóttvarnastofnunar Evrópu ECDC, sjá www.ecdc.europa.eu

 

Nokkuð var um RS veiru greiningar skv.upplýsingum frá veirufræðideild Landspítalans. Níu einstaklingar greindust  með staðfesta RS veirusýkingu í síðustu viku og sennilega fækkar RS veirusýkingum núna.

 

Þó dragi nú úr fjölda tilfella, þá berst inflúensan, RS veiran og aðrar öndunarfæraveirur áfram manna á milli. Það er því rétt að hvetja fólk til að rjúfa smitleiðir með því dvelja heima eins og unnt er á meðan verstu einkennin ganga yfir, hylja vit sín við hósta og hnerra og stunda góðan handþvott/sprittun.

 

 

Tafla. Helstu öndunarfæragreiningar á veirufræðideild Landspítala veturinn 2012 – 2013

Vika

RSV

Inflúensa A H1

Inflúensa A H3

Inflúensa A ótýpuð

Inflúensa B

Parainflúensa 3

42

0

0

1

0

1

0

43

0

0

0

0

0

0

44

1

0

0

0

0

2

45

4

0

0

0

0

1

46

3

0

0

0

0

1

47

7

0

1

0

0

0

48

3

0

0

0

0

0

49

8

0

0

0

0

2

50

7

1

0

0

0

2

51

8

0

0

0

0

0

52

8

2

1

1

1

0

1

13

4

7

1

0

3

2

18

11

9

1

0

1

3

15

10

17

0

0

1

4

14

16

9

0

1

0

5

14

7

9

0

2

0

6

9

6

4

0

1

0

Samtals

132

57

58

3

6

13