Inflúensan færist nú í aukana

InflúensaFleiri tilkynningar berast um inflúensulík einkenni  og öndunarfærasýnum, sem eru  jákvæð fyrir inflúensu á veirufræðideild Landspítala, fer fjölgandi, sjá mynd og töflu. Meðalaldur þeirra sem greinist með inflúensu er um fertugt (3 – 82 ára).

 

Inflúensan hefur verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum. Bæði inflúensu A(H1) og A(H3) og inflúensu B veirusýkingar hafa verið staðfestar á sl. vikum, inflúensa A(H3) hefur greinst oftast en lítill munur er á fjölda  A(H3) og A(H1). Þetta er svipað stöðunni í Evrópu, nema þar virðist hlutfall inflúensu B hærra en hér á landi, sjá hér

 

 

RS veiru tilfellum fer einnig fjölgandi, alls 13 einstaklingar voru með staðfesta RS veirusýkingu í síðustu viku, sjá Töflu. Aðallega börn á fyrsta  og öðru aldursári greinast með RS veirusýkinguna.

 

Tafla. Helstu öndunarfæragreiningar á veirufræðideild Landspítala veturinn 2012 – 2013

Vika

RSV

Infl A H1

Infl A H3

Inflúensa B

Parainflúensa 3

42

0

0

1

1

0

43

0

0

0

0

0

44

1

0

0

0

2

45

4

0

0

0

1

46

3

0

0

0

1

47

7

0

1

0

0

48

3

0

0

0

0

49

8

0

0

0

2

50

7

1

0

0

2

51

8

0

0

0

0

52

5

2

1

1

0

1

13

4

7

0

3

Samtals

59

7

10

2

11

Parainflúensu 3 veirusýkingar hefur verið staðfestar hjá 11 sjúklingum á sl. mánuðum, sýkingin virðist algengust hjá ungum börnum.