Inflúensan á hraðri uppleið

Influensan á hraðri uppleið

Inflúensan er á hraðri uppleið, eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem sýnir fjölda tilkynninga um inflúensulík einkenni, sem berast til sóttvarnalæknis, eftir vikum. Fjölda sýna, sem var með staðfesta inflúensu fór einnig fjölgandi.

Enn hefur inflúensan ekki verið staðfest á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum en hún hefur greinst í öllum öðrum landshlutum. Meðalaldur þeirra sem greindust með inflúensu var 37 ár (0 – 88 ára).

Fjöldi þeirra sem hafa greinst með svínainflúensu A(H1)inflúensu og inflúensu A(H3), er mjög svipaður, sjá töflu. Þetta er svipað stöðunni í Evrópu, nema þar virðist hlutfall inflúensu B hærra en hér á landi, sjá http://ecdc.europa.eu/en/publications/Publications/130111_SUR_Weekly_Influenza_Surveillance_Overview.pdf

 

RS veiru tilfellum fer einnig fjölgandi, alls voru 18 einstaklingar með staðfesta sýkingu í síðustu viku, sjá töflu. Langmest greinist af RS veiru, samanborið við aðrar öndunarfæraveirur, og svo virðist sem RS veirufaraldurinn sé nokkuð þungur þennan vetur. 

Aðallega börn á fyrsta  og öðru aldursári greinast með RS veirusýkingu, en í síðustu viku voru sex einstaklingar af 18 á aldrinum 79 – 92 ára, sem er óvenju hátt hlutfall eldri borgara með þessa sýkingu.

 

Tafla. Helstu öndunarfæragreiningar á veirufræðideild Landspítala veturinn 2012 – 2013

Vika

RSV

Inflúensa A H1

Inflúensa A H3

Inflúensa A ótýpuð

Inflúensa B

Parainflúensa 3

42

0

0

1

0

1

0

43

0

0

0

0

0

0

44

1

0

0

0

0

2

45

4

0

0

0

0

1

46

3

0

0

0

0

1

47

7

0

1

0

0

0

48

3

0

0

0

0

0

49

8

0

0

0

0

2

50

7

1

0

0

0

2

51

8

0

0

0

0

0

52

8

2

1

1

1

0

1

13

4

7

1

0

3

2

18

11

9

1

0

1

Samtals

80

18

19

3

2

12