Hvernig upplifa notendur heilbrigðisþjónustuna okkar?

Notendakannanir eru algeng aðferð til að meta þjónustu heilbrigðisstofnana.  Anna Häger Glenngård og Anders Anell eru vísindamenn í Lundi í Svíþjóð og gerðu þau stóra rannsókn á ánægju með notkun á heilbrigðisþjónustu.

Niðurstöður voru birtar fyrr á árinu af Myndigheten för Vårdanalys eða Stofnun um heilbrigðisgreiningu, eins og þýða má nafnið á þessari stofnun í Svíþjóð.  Margar áhugaverðar ályktanir eru dregnar af niðurstöðum rannsóknarinnar og eru þetta þær helstu sem dregnar eru fram í dagsljósið af aðstandendum rannsóknarinnar.

 

1.        Það var meiri ánægja með heilbrigðisþjónustu á litlum stöðum, þ.e. þar sem stöðin er minni og þjónar minna svæði og færri íbúum.

2.        Einkareknar stöðvar fengu hærri einkunn, en þó ekki hjá þeim sjúklingum sem voru veikastir og þurftu á mestu aðstoð að halda eða voru með slæmar félagslegar aðstæður. Þar kom opinberi geirinn betur út.

3.        Á þeim stöðvum sem samskipti sjúklinga við lækna voru meiri, þar var ánægjan meiri.  Það gilti þó ekki um önnur samskipti á stöðinni.

 

Það sem aðstandendur rannsóknarinnar lögðu til, var mikilvægi þess að hafa stjórnina á hverri stöð meira, frjálsræði um framakvæmd væri þar til staðar, en ekki síður að ánægja skjólstæðinga væri ekki eina markmiðið. Þá er talið að kannanir sem þessar bæti starfið og efli starfsmenn í að gera betur.

 

Rapport 2012,1  vad påverkar patientupplevd kvalitet i primärvården?  Anna Häger Glenngård og Anders Anell.  Myndigheten för vårdanalys stockholm 2012