Hvernig komum við í veg fyrir smit? Hvernig kem ég í veg fyrir matareitrun?

Á undanförnum árum hefur tíðni alvarlegra lífshótandi niðurgangspesta aukist og í Svíðþjóð hefur nýlega birtst grein í sænska Læknablaðinu þar sem sagt var frá um 300 tilvikum af svokölluðum E-coli gerlum sem hafa valdið alvarlegum einkennum með nýrnabilunarblæðingum (enterohaemorrhagiskt haemolytiskt ureniskt syndrome).

Í þeim tilvikum kemur oft blóðugur niðurgangur með alvarlegum fylgikvillum.

Það er því enn mikilvægara en áður að reyna að koma í veg fyrir að matareitrun berist út og smitist á milli einstaklinga. Ýmis ráð eru til, til að koma í veg fyrir slíkt og góð meðhöndlun matvæla er alltaf aðalatriðið.

Eftirfarandi einföld ráð eru talin heppileg til þess að koma í veg fyrir matareitrun:

  1. Notið ætíð kælitösku í ferðalögum eða ef farið er með matvælin að heiman. 
  2. Geymið matarafganga í kæliskáp. Hendið matarafgöngum sem hafa verið í herbergishita í meira en 2 klst. (Þ.e.a.s. þeim matvælum sem eiga að geymast í ísskáp).
  3.  Þvo hendurnar eftir salernisferðir, fyrir matargerð og eftir snertingu við dýr. 
  4. Notið aldrei sömu áhöld til þess að skera kjöt og grænmeti. 
  5. Leggið aldrei tilbúinn mat í sömu ílát og hrátt kjöt hefur verið meðhöndlað á.
  6. Hakk og kjötfars ásamt fuglakjöti skal alltaf vera steikt í gegn, borðið aldrei hrátt kjötfars eða hakk.
  7. Hitaðu matinn vel en við 70°C deyja flestar bakteríur og vírusar.
  8. Skolið ætíð ávexti og grænmeti.

 Sóttvarnarlæknir Suðurlands