Nú í byrjun febrúar munu allir íbúar sem heyra undir Heilsugæslustöð Selfoss tilheyra teymum. Skipting í teymin sem verða tvö byggist á þeim heimilislækni sem viðkomandi á.
Þess vegna er mikilvægt að allir eigi heimilislækni.
Teymin verða kölluð Blátt og Rautt teymi og skiptast heimilislæknar og hjúkrunarfræðingar þannig í teymin:
Hjúkrunarfræðingar og læknar eru í teymunum og að auki koma læknaritarar, sjúkraliðar og hreyfistjóri einnig að teymunum. Nemar í heimilislækningum skiptast líka niður á þessi tvö teymi. Sumir starfsmenn ganga þvert á teymi meðan aðrir eru eingöngu í öðru teyminu.
f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurland
Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslustöðvar Selfoss
Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir heilsugæslustöðvar Selfoss