Hvenær og hvaða bóluefni býðst mér

 

Þessa dagana standa yfir örvunarbólusetningar vegna COVID 19 sem landsmenn eru hvattir til að nýta sér.

  • Einstaklingar sem fengu Pfizer í fyrstu bólusetningu, fá boð í aðra bólusetningu 3-6 vikum síðar og boð í örvunarbólusetningu, 6 mánuðum frá bólusetningu 2.
  • Einstaklingum 70 ára og eldri býðst þó að koma í örvunarbólusetningu 3 mánuðum eftir bólusetningu 2.

Hér fyrir neðan má sjá töflu til að átta sig á hvenær æskilegt er að koma í bólusetningu vegna COVID-19 út frá því hvaða bóluefni viðkomandi hefur fengið eða hvort hann smitaðist af COVID-19.

Taflan verður aðgengileg undir „Covid-19 HSU“ skiltinu á vefsíðu HSU.

Athugið þó að listinn er ekki tæmandi en nánari upplýsingar um eigin dagssetningar hvers einstaklings má finna inni á www.heilsuvera.is