Hvatning til íbúa með undirliggjandi sjúkdóma um bólusetningu v. inflúensu.

Allir þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eru hvattir til að skrá sig í inflúensubólusetningu á sinni heilsugæslustöð. Vísað er til fyrri auglýsinga um það hverjir það eru þ.e. einstaklingar á öllum aldri með eftirtalda sjúkdóma: 

alvarlega hjartasjúkdóma
alvarlega lungnasjúkdóma þ.á.m astma
sykursýki
alvarlega nýrnabilun
alvarlega lifrarsjúkdóma
tauga- og vöðvasjúkdóma
ónæmisbilun

Einnig eru þungaðar konur og þeir sem þjást af offitu (meira en 40 BMI) hvattir til að mæta í bólulsetningu.