Hvað ræður ánægju sjúklinga með heilbrigðisþjónustu ?

Í sænska læknablaðinu númer 14/15 árið 2012 er sagt frá könnun á ánægju sjúklinga með heilsugæslustöðina sína og rætt um hvað ræður upplifuninni. Michael Lövtrup segir frá tveimur rannsóknum. Um er að ræða sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem gerir slíkar kannanir.

Svo virðist sem veikustu sjúklingarnir séu ánægðastir og því lengur sem heilbrigðisstarfsmaður hefur starfað á stöðinni því ánægðari eru sjúklingarnir.  Þá virðist ánægjan meiri eftir því sem læknarnir taka hlutfallslega fleiri samskipti.  Þá eru sjúklingar ánægðari ef þeir hitta oftar lækni jafnvel þó að gæði þjónustunnar sé jafngóð sinnt af hjúkrunarfræðingum.  Þeir sjúklingar sem sjálfir fá að velja sinn heimilislækni eða hjúkrunarfræðing eru ánægðari en þeir sem ekki fá að velja aðila til að sinna sér.

 

Óskar Reykdalsson

Framkvæmdastjóri lækninga HSu