Hvað er sláturbóla ?

Audbjorg BjarnadÁ haustin lætur sláturbóla stundum á sér kræla og eru það helst þeir sem „handfjatla“ sauðfé,  t.d starfsfólk í sláturhúsi og rúningsmenn svo eitthvað sé nefnt sem eru mögulega útsettir fyrir sýkingu.

 

Sláturbóla er í raun smit frá sauðfé sem kallast Orf eða kindabóla (á ensku scabby mouth,  sore mouth eða contagious ecthyma). Orsakavaldur sláturbólu er sum sé Orfveiran sem er ein af parapoxveirunum. Mikilvægt er að hafa í huga að sláturbóla er ekki það sama og slátureitrun. Sláturbóla er útbreiddur sjúkdómur í sauðfé hér á landi. Á haustin, þegar sauðfé er komið inn á gjöf, má stundum sjá frunsur eða hrúður í kringum munninn sem  staðfestir oftast að það sé smit í hjörðinni. Smitið berst yfirleitt beint á milli dýra, en veiran getur lifað í mörg ár í þurru hrúðri. Veiran finnur sé leið um smásár, t.d  í kringum munn þar sem lítið er um hárvöxt. Dýr sem hafa gengið í gegnum orfsýkingu  verða flest ónæm í tvö til þrjú ár. Þess má geta að veiran smitast ekki eða berst með kjöti.

 

Eftir smit er meðgöngutími 3-7 dagar og sest veiran í smásár. Í upphafi lýsir sjúkdómurinn sér yfirleitt sem lítill rauður og blár nabbi á fingrum eða höndum fólks. Nabbinn verður að blöðru sem er vökvafyllt, oft með skorpu og ósjaldan má greina hvítan hring í kring. Stundum fylgir sýkingunni vægur hiti og jafnvel bólgnir eitlar. Oftast gengur smitið yfir án meðferðar á 3-6 vikum og smitasta sláturbóla ekki á milli manna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að bakteríur hreiðri um sig í blöðrunni og valdi sýkingu. Gerist það þarf að leita til heilsugæslu til frekara mats og meðferðar því hugsanlega þarf að meðhöndla bakteríusýkinguna með lyfjum.

 

Hreinlæti er besta vörnin, handþvottur og hanskar.

 

f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

 

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir