Hvað ef ég er ófrísk – má ég vinna í Covid19 faraldri?

 
Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um hópa í sérstakri áhættu.
Samkvæmt bestu þekkingu er ekki talin ástæða til að setja fram sérstakar ráðleggingar fyrir þennan hóp.
Farsóttanefnd Landspítala gaf einnig út leiðbeiningar um þetta þann 21. mars.
Ófrískar konur í starfsliði Landspítala eru hvattar til að fylgjast með tilkynningum frá landlæknisembættinu, þar sem þekkingu um áhættuhópa fleygir hratt fram, og málefnið er til skoðunar víða.