Húsnæði leigt vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Björgunarmiðstöð Árborgar hafa gert samning um leigu húsnæðis, sem er í eigu Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi.


Í húsnæðinu verður aðstaða fyrir sjúkrabifreiðar þær, sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu og öll aðstaða sem tengist þeirri starfsemi, en heilbrigðisstofnunin tók í ársbyrjun 2006 við sjúkraflutningum í Árnessýslu. Hafa flutningarnir aukist verulega undanfarin misseri.


Um er að ræða rúmlega 360 fermetra húsnæðisins og aðgang að sameign. Gildistími samningsins er 25 ár, eða frá 17. júní 2008 til 17. júní 2033.


Samningurinn var staðfestur var staðfestur með undirskrift Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, og Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, í hinni nýju Björgunarmiðstöð á Selfossi fimmtudaginn 12. júní.Vonast er til þess að húsnæðið verði tekið í notkun í lok mánaðarins.