Samningur þessi tekur gildi við undirskrift frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2018.
Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn, þannig að samningstími verði samtals fjögur ár.
Í dag, 1. júlí 2016 gerðu HSU og Orkuhúsið með sér samkomulag um að Orkuhúsið sjái um umsjón, geymslu og úrlestur stafrænna myndgreiningargagna. Um er að ræða úrlestur á stafrænum myndrannsóknum s.s. röntgenmyndum og tölvusneiðmyndum, sem annars vegar eru teknar á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Selfossi. Forstjóri HSU, Herdís Gunnarsdóttir og Árni Grímur Sigurðsson, læknir og sérfræðingur í myndgreiningarrannsóknum hjá Orkuhúsinu undirrituðu samning til tveggja ára í dag.