HSU semur við Íslenska myndgreiningu hjá Orkuhúsinu

Á myndinni eru Árni Grímur Sigurðsson og Herdís Gunnarsdóttir

Á myndinni eru Árni Grímur Sigurðsson og Herdís Gunnarsdóttir

Samningur þessi tekur gildi við undirskrift frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2018.

 

Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn, þannig að samningstími verði samtals fjögur ár.

 

Í dag, 1. júlí 2016 gerðu HSU og Orkuhúsið með sér samkomulag um að Orkuhúsið sjái um umsjón, geymslu og úrlestur stafrænna myndgreiningargagna. Um er að ræða úrlestur á stafrænum myndrannsóknum s.s. röntgenmyndum og tölvusneiðmyndum, sem annars vegar eru teknar á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Selfossi. Forstjóri HSU, Herdís Gunnarsdóttir og Árni Grímur Sigurðsson, læknir og sérfræðingur í myndgreiningarrannsóknum hjá Orkuhúsinu undirrituðu samning til tveggja ára í dag.