HSu semur við Hveragerðisbæ

Þann 29. október 2008 var skrifað undir samning milli HSu og Hveragerðisbæjar um heilbrigðisþjónustu við starfsmenn Hveragerðisbæjar.  Felur samningurinn í sér þjónustu trúnaðarlæknis sem og þjónustu hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslunni á Selfossi um heilsufarsmælingar á starfsfólki, almenna og sérhæfða fræðslu auk inflúensubólusetninga. Samningurinn gildir frá 1. nóvember og munu hjúkrunarfræðingar hefja bólusetningar í næstu viku. Er það von okkar á HSu að fleiri sveitarfélög komi til með að nýta sér þessa þjónustu.