HSu semur um trúnaðarlæknisþjónustu við Sv.fél. Árborg

Heilbrigðisstofnun Suðurlands gerði í dag samning við Sveitarfélagið Árborg um trúnaðarlæknisþjónustu. Tilgangur samningsins er að efla þjónnustu við starfsmenn Árborgar og að þjónustunni sé sinnt í heimabyggð.  Trúnaðarlæknir er starfsmaður Hsu en fulltrúi sveitarfélagsins og veitir ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum, m.a. veikinda- og starfshæfnisvottorð.  Öflugt samstarf er á milli starfsmanna, yfirmanna og trúnaðarlæknis . Boðið er uppá árlega bólusetningu, heilbrigðisskoðanir eftir því sem við á og ýmsa fræðslu til starfsmanna og stjórnenda.  Ómar Ragnarsson sérfræðingur í heimilislækningum og starfsmaður heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi verður trúnaðarlæknir. Á meðf. mynd :
Aftari röð frá vinstri: Anna María Snorradóttir, framkv.stj. hjúkrunar, Óskar Reykdalson, framkv. stj. lækninga, Arnar Guðmundsson, yfirlæknir hg.st. Selfoss og Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri hg.st. Selfoss
Fremri röð: Ómar Ragnarsson, heilsugæslulæknir, Magnús Skúlason, forstjóri HSu og Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar