HSu kaupir 100 HP Thin client vélar og gerir nýjan þjónustusamning við TRS

Við afhendingu nýja búnaðarins. Kristján Geir Fenger frá TRS og Gerður Óskarsdóttir umsjónarmaður tölvumála hjá HSu

Við afhendingu nýja búnaðarins. Kristján Geir Fenger frá TRS og Gerður Óskarsdóttir umsjónarmaður tölvumála hjá HSu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur samið við Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands TRS um uppsetningu og rekstur á hýsingarumhverfi fyrir stofnunina ásamt kaupum á hundrað HP smávélum (Thin Clients). Þetta sparar stofnuninni kaup á útstöðvum ásamt því að rekstrarkostnaður útstöðva lækkar til muna. Rafmagnsnotkun smátölvanna er eingöngu lítið brot af rafmagnsnotkun hefðbundinna útstöðva og mun því orkunotkun stofnunarinnar einnig minnka til muna.

 

Hýsingarumhverfið byggir á sýndarvélum og gerir einnig alla stýringu umhverfisins mun einfaldari. Með þessaru mun þjónusta við tölvukerfi HSU verða einfaldari og skilvirkari.

 

Thin Clients eru miðlunarbox inní stórann miðlægann server, sem kemur í stað venjulegrar borðtölvu og því þurfa þær engar uppfærslur, varnir eða annan viðhaldsríkan hugbúnað sem sparar tíma og kostnað í rekstri tölvukerfis HSu.  Svona sýndartölvur eru auk þess einfaldari búnaður en venjuleg tölva, sem gerir bilanatíðni minni, raforkunotkun minni eins og fyrr segir og endingartíma búnaðar mun meiri, auk þess að vélin tekur lítið sem ekkert pláss.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur með þessum kaupum skipað sér í fremsta flokk sambærilegra stofnana hvað varðar nýjungar í tölvumálum. Þessi nýji búnaður mun auka hraða og flutning með gögn úr öllum þeim stóru kerfum sem starfsmenn stofnunarinnar vinna með.

HSu hefur átt í mjög góðu samstarfi í gegnum árin við TRS, bæði varðandi ráðgjöf og þjónustu við kaup og viðhald búnaðar og rekstur tölvukerfisins alls.

Vélunum verður á næstu vikum skipt út fyrir tölvur sem komnar eru á aldur hjá stofnuninni og hafa munað sinn fífil fegurri.