HSu innleiðir miðlægt prentumsjónarkerfi

Frá undirritun samningsins við Optima um innleiði Prentskýs hjá HSu. Frá vinstri: Gerður Óskarsdóttir, umsjón tölvumála hjá HSu, Ómar Tryggvason verkefnastjóri sérlausna hjá Optima, Magnús Skúlason, forstjóri HSu og Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri HSu.

Frá undirritun samningsins við Optima um innleiðingu Prentskýs hjá HSu. Frá vinstri: Gerður Óskarsdóttir, umsjón tölvumála hjá HSu, Ómar Tryggvason verkefnastjóri sérlausna hjá Optima, Magnús Skúlason, forstjóri HSu og Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri HSu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur undirritað samning við Optima um innleiðingu á miðlægu prentumsjónarkerfi. Samningurinn nær til allra heilsugæslustöðva HSu og tekur til innleiðingar á prenturum, fjölnotatækjum og miðlægu prentumsjónarkerfi.

Með innleiðingu á Prentský, lausn Optima næst fram aukið hagræði, betri yfirsýn og fyrst og fremst aukið gagnaöryggi. Prentuð skjöl eru send í eina sameiginlega prentbiðröð sem síðan eru leyst út með auðkenniskorti notanda.