
Frá undirritun samningsins við Optima um innleiðingu Prentskýs hjá HSu. Frá vinstri: Gerður Óskarsdóttir, umsjón tölvumála hjá HSu, Ómar Tryggvason verkefnastjóri sérlausna hjá Optima, Magnús Skúlason, forstjóri HSu og Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri HSu.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur undirritað samning við Optima um innleiðingu á miðlægu prentumsjónarkerfi. Samningurinn nær til allra heilsugæslustöðva HSu og tekur til innleiðingar á prenturum, fjölnotatækjum og miðlægu prentumsjónarkerfi.
Með innleiðingu á Prentský, lausn Optima næst fram aukið hagræði, betri yfirsýn og fyrst og fremst aukið gagnaöryggi. Prentuð skjöl eru send í eina sameiginlega prentbiðröð sem síðan eru leyst út með auðkenniskorti notanda.