Hormónaflæði í fæðingu

Oxitocin sem er öðru nafni kallað ástarhormónið, gegnir miklu hlutverki í kynferðislegri örfun og fullnægingu kvenna. Þetta hormón veldur samdrætti í leginu, þ.e. hríðunum. Oxitocin veldur líka mjólkurlosun úr brjóstunum við brjóstagjöf.

Prostaglandin myndast í leghálsinum og veldur því að hann mýkist upp og fer að opnast. Þetta efni er notað í lyfjaformi þegar setja á fæðingu af stað, en hvergi finnst þetta efni eins hreint og í sæði karlmanna.


Kynlíf er því hin náttúrulega gangsetning fæðingar, stundum kölluð danska aðferðin.


Adrenalín og endorphin eru hormón sem skipta líka miklu máli í fæðingu.
Endorphin er morfínlíkt efni sem líkaminn framleiðir sjálfur til þess að minnka sársauka og veldur það vímutilfinningu. Þetta sama efni og íþróttafólk verður háð við líkamlega áreynslu.Adrenalín er stresshormón sem http://slotstatoridge.com/ nauðsynlegt er í litlu magni í fæðingu. Ef adrenalín verður hins vegar í of miklu magni vegna streitu móðurinnar, hamlar það losun oxitocins og endorphins, það lengir fæðinguna og hún verður sársaukafyllri.
Mikilvægt er að öll þessi hormón séu í góðu jafnvægi í fæðingunni, en truflun á því getur haft óhagstæðar afleiðingar eins og að lengja fæðinguna og gera hana sársaukafyllri.