Hlutu gæðastyrk frá Velferðarráðuneytinu

Gæðastyrkur til HSUVið athöfn í Velferðarráðuneytinu þriðjudaginn 8. mars sl. tóku Anna Guðríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur MSc. og Arndís Mogensen ljósmóðir við styrk úr hendi heilbrigðisráðherra. Alls hafði ráðuneytinu borist 40 umsóknir um gæðaverkefni árið 2015, en einungis 12 verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

 

Styrkurinn sem þær hlutu eru til gæðaverkefnisins  Innleiðing þverfaglegs samstarfs í geðheilbrigðisþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir verðandi eða nýorðnar mæður og fjölskyldur þeirra

en tilgangur og markmið þess er að;

  • auka þverfaglegt samstarf milli fagaðila (hjúkrunarfræðingar/ljósmæðra í mæðravernd, ung- og smábarnavernd, geðhjúkrunarfræðing, heimilislækna og geðlækna) í málefnum viðkvæmra verðandi og nýorðna mæðra og fjölskyldna þeirra.
  • þjónusta við viðkvæmar verðandi og nýorðna mæður og fjölskyldur þeirra verði markvissari, með því að þróa ákveðnar verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar ásamt gæðavísum.

 

Með þessu bætta vinnulagi í mæðravernd, í heilsugæslu og notkun á gagnreyndri þekkingu er vonast eftir því að öryggi og gæði þjónustunnar aukist. En bæði íslenskar og erlendar rannsóknir hafa sýnt að bætt vinnulag dragi marktækt úr vanlíðan kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð.