Hlé á stuðningsviðtölum vegna efnahagsmála


Hlé verður gert á stuðningsviðtölum sem íbúum hefur staðið til boða vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi. Um er að ræða samstarfsverkefni Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar – félagsþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, Vinnumálastofnunar Suðurlandi, presta í Árnesprófastdæmi og Rauða krossins sem starfrækt hefur verið síðustu tvær vikur. Staðan verður endurmetin á næstu vikum. Komi til þess að aftur verði boðið upp á þjónustu af þessu tagi verður það auglýst sérstaklega.