Hlaut styrk frá Öldrunarráði Íslands

hopmynd (2)Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir starfsmaður HSU hefur undanfarið lagt stund á Meistaranám í hjúkrun við Háskóla Íslands.  Þessa dagana er hún að leggja lokahönd á meistararitgerðina og hlaut á dögunum styrk frá Öldrunarráði Íslands í tengslum við rannsóknina sína sem heitir „Hegðunarvandi á Íslenskum hjúkrunarheimilum og tengsl við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun fjötra“.