Hjúkrunarstjóraskipti á heilsugæslustöðinni í Laugarási

Jóhanna Valgeirsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Laugarási.  Jóhanna hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni á Selfossi frá árinu 2013 auk þess hefur hún sinnt hlutastarfi á Bráðamóttökunni á Selfossi. Jóhanna var áður aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunardeildinni Ljósheimum. Hún starfaði sem hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Laugarási 2002-2003 í leyfi hjúkrunarstjóra. Jóhanna lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1999 og diplómanámi í öldrunarhjúkrun árið 2009.

Jóhanna er boðin velkomin til starfa í Laugarás.